:: Ég næ ekki andanum og þyngist við hverja öldu.

jeeá Hemmi minn.

Er komin aftur á Café Gullfoss, eftir 2 daga frí! þótt það hefði varla geta kallast mikið frí, var á fullu að gera ekki neitt allan tímann:P

m.a. var kveðjuparty hja Kristínu, en þar sem það var ekkert magnað og eina manneskjan sem ég hafði komið til að hittast var bara útum allt þar sem ég var ekki þá ákvað ég bara að skunda útá vidjoleigu og kalla það nótt. jánei ég er ekkert erfið. Stórskemtilega myndin Nannu McPhee varð fyrir valinu, þar sem pleisið var tómt og þetta og Littli Kjúllinn það eina sem komu til greina. Og jú Hostel en það voru ekki allir til í það :)) Allavega alveg ágætismynd, þótt hún hafi verið frekar dramatísk og galdra stöff þá skemti ég mer agætlega:D

Síðan var það bara Gullfoss daginn eftir, þegar ég loks var rifin á lappir uppúr 2. Plataði m&p á laugardags rúnt og gaf þeim nú kjötsúpu fyrir=) Finnst samt alltaf jafn sorglegt að líta á vaktatöfluna mína þar sem á henni stendur með feitum stöfum;; hætt, eftir þann fyrsta september.. vona að ég nái að halda mer herna aðeins lengur, langar alveg minnst að fara eeenn ég verð bara að taka því sem kemur. :)

Allavega er búin að sitja herna nuna í svonaaa... 2 tima, i Bubbles aðallega. rakst á stjörnu spana mina sem er alveg mest stutt en ja::.

Krabbinn (22.júní - 22.júlí)
Vertu sem opin bók, ekki fela neitt fyrir þeim sem þú elskar svo viðkomandi ástvinur geti lesið hverja blaðsíðu.

ég lofa=)
Eeenn ég held ég fari að reykja og svo bara í háttinn.
Þannig að !
Buenos Noches  ..........eða eitthvað?

:: This hearts, it beats, beats for only you.

Mússík:: K's Choice - Not an Addict
SkaPið:: Gæti ekki verið mikið betra=)

jáááhh, ákvað að skjóta inn einni sætri færslu í tilefni þess að vera komin aftur á Akranes núna í eh 2 daga!

Allavega var að droppa inn núna fyrir ca. hálftíma eða svo, náði að redda fari sem betur fer.. Einhver 4 tíma rútuferð með einhverjum túristum er alveg ekki minn tebolli. Gott að komast í smápínu frí, bara svona rétt að reyna að hætta haltra einsog mongólíti þarna uppfrá:D Annar hver guide eða bílstóri sem kemur með voða sniðug komment á að ég labbi svona fatlað.. Svo er náttúrulega sjálfsagt að maður hlæji og brosi og alveg bjargi deginum hja þeim með að vera voða kammó og einsog þeir séu það fyndnasta í heimi. Þetta var fyndið fyrst strákar! Give a girl a break..  Búin að fela mig allavega í uppvaskinu núna síðustu daga, en það hefur sinn toll þar sem ég lendi þá í að gersamlega sótthreinsa öll borð og veggi og ég veit ekki hvað og hvað.

Þreytandi, jújú, en er farin að hafa furðulega mikið gaman að því að gleyma mér með tuskuna að skrúbba af hvern einasta littla blett sem ég rek augun í. Erfitt að sjá þetta fyrir sér? Ég af öllum að vera einhver perfectionist að þrífa? Jújú ég kem meira að segja sjálfri mér á óvart:)

En að öðru, Zayra, mest hataðsta "söngkonan" í Rockstar Supernova ... Er gersamlega búin að rústa fyrir mér fyrrnefndu lagi, Not an Addict, eftir að hún tók það þarna fyrir nokkrum vikum síðan..... Zayra... þú ert officially komin á svarta listann minn.

Annars var alveg fáranlega gott að vera á Gullfossi aftur eftir þetta "fótbrot" mitt... svoldið vont í fótinn en þessi vika hérna heima var alveg 5 dögum og mikið! Bara að vera Þrífa sama pottinn 6-7 sinnum á dag er alveg eina sem mig langar að gera ^^, + það að nýji spánverjinn er vei tú kjút. Saklaus

ritskoðað. 

En á skemtilegri nótum! Þá er bóklega bílprófið mitt á morgun... Ætti að vera sofandi núna en neeinei. Fannst það mikið sniðugara að fá mér smá bjór og blogga svona í tilefni fimtudagsins!Svalur búin að færa mig yfir í stórgóðan disk sem ég fjárfesti mér í um daginn... Sigur Rós - Takk... jáw ég er að nýta starfsmanna afsláttinn minn alveg í tætlur þarna=)

Verður ekki mikið frí hja mer þar sem á morgun þarf ég að gera alveg alltof mikið! bílprof-klipp&litun sem ég veit ekkert kl. hvaðer 0_o - reyna kaupa dót - fara í avsúmm pattííí til Kristínar sem sýgur feitann að vera fara til fokkin Sviss!! nenniru ekki? ooog já. svo Gullfoss aftur þegar ég get vaknað^^,

[[ við tætum tryllt af stað
út í óvissuna þar
til að við rústum öllu og reisum aftur
]]

Eftirskrift::  Brilleraði á prófinu og slapp með hvorki meira né minna en eina villu .. ;) Orðið svoldítið síðan að ég svo mikið sem náði prófi! allavega.. brilljant (y)

Þangað til næst!

-EvaKristín.


:: Skandall ÁRSINS!

jesús minn ég á bara ekki til ORÐ.

Allavega, first thing's first.. Var sett í gifs og send heim núna fyrir u.þ.b. viku síðan... Var alveg stokkbólgin en vildi samt ekki trúa því að ég ætti að vera brotin. En okei allt gott og blessað með það, auðvitað ætti læknirinn að vita hvað hann syngur svo ég varð bara að lifa með þessu.

[[ This heart, it beats, beats for only you
My heart is your's
 
]]

 

síðan fékk ég þá snilldarhugmynd að taka bara af mér gifsið þegar ég var búin að vera labba á því heilan dag, hækjulaus. Var smápínu marin enþá, en get með hægum leik labbað. Gat ekki VERIÐ að það sé eitthvað brotið þarna. Búin að vera tönglast á því í núna 4-5 daga... var drifin uppá slysó eftir að hafa rifið af mér gifsið. Var sett í nýtt enþá feitara og stærra gifs sem átti að vera eitthvað göngu, og sagt að koma aftur á morgun.

Næsta dag, s.s. bara áðan, var ég tekin í röntgen.. og átti síðan að henda mer bara heim úaf einhverjum ástæðum. Ég ætlaði nú að fá þetta blessaða göngugifs allavega svo ég gæti nú labbað aðeins! ... Kemur síðan ekki læknir inn.... og segir við mig að það sé bara ekkert að mer! Sé enþa´smá marin bara en ekkert brot! WTF vika í gifsi svo var aldrei neitt?

Maður bara spyr sig hvar þessi læknir sem setti mig í gifs til að byrja með hafi fengið sitt starfsleyfi? Kornflex pakka?? Kanski ekki langur tími, ein vika, en vÁ þetta var of langur tími útaf ekki neinu.

Allavega aldrei verið jafn fegin og þegar síðarnefndi læknirinn reif af mér gifsið og sagði mér að labba bara heim!

[[ I am finding out that maybe I was wrong
That I've fallen down and I can't do this alone

Stay with me, this is what I need, please?
]]

Fór í Tarot í gær,, svona í öðrum fréttum. Verð virkilega að fara byrja á þessum ferðalögum sem hafa komið upp núna í hvert einasta skipti sem ég fer í þetta:)

eeen bjór og sólbað.. Tjáw!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband