Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 14. ágúst 2006
:: Thanks to you now I get what I want.
búja!
[[ But since you been gone
I can breathe for the first time ]]
Hver þarf vini þegar maður hef Bubbles og karton af Winston?
..
..
Einmitt. :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 13. ágúst 2006
:: The taste of love is sweet, When hearts like ours meet.
Dagur 5
jeeaaa liggur við að ég teljið niður sekúndurnar í það að gifsið sé á brott! Já eða bara að fá þetta blessaða göngugifs svo ég geti nú farið heim ! ;]
Tók mér smá pásu frá Bubbles í gær og skellti mér til Reykjavíkur með Thelmu, Páli og Gumma frænda. Planið var að fara í 11 bíó í Smáralindinni, á Miami Vice.. okei gott og blessað var fegin að komast útúr húsinu! Palli sýndi hvað Celia littla hafði í sér og vorum komin suður á no-time! Svo þegar komið var í lindina átti ég bara eitthvað að fara labba um allt pleisið einsog ekkert væri, að finna einhvern banka! Gafst nú upp á miðri leið og við Gummi sátum og spjölluðum á meðan what's-their-face stungu af.
[[ Is it you I want,
Or just the notion of
A heart to wrap around so I can find my way around ]]
Og jesús minn góður, ég er alveg komin á það að þessar ófáu bíóferðir mínar séu ekkert nema ein feit p e n i n g a s ó u n ! Þetta er held ég 2 myndin í röð sem að ég gefst upp á að horfa og labba út í hléi. Alveg bara, held ég spari mér peninginn og taki gamla mynd á Bónusvideo, þar sem er pretty much garantíjd betri myndir, og 5x ódýrari en þetta rusl :) Allavega, Miami Vice alveg nákvæmlega einsog önnur hver glæpamynd síðustu 5 ára... bara aðeins leiðilegri.
En þrátt fyrir það var þetta skemtileg tilbreyting frá mínu lífu síðustu já 5 daga Þarf að fara byrja nota hækjurnar í að meiða fólk sem hjálpar mér ekki eða kallar mig fatlafól! beware..
Heyrðu ég fjárfesti í glænýjum 4gb iPod nano um dagin... júju kemur síðan ekki í ljós að Batteríið er bara ónýtt helvítis!"#$&%#.. Þarf að fara bæta Karmað mitt, jújú það held ég. Veit bara ekki hvar á að byrja?
[[ Hate me for all the things I didn't do for you.
Hate me in ways, yeah ways hard to swallow.
Hate me so you can finally see whats good for you. ]]
Geri mér alltaf betur og betur grein fyrir því hversu miklu fjölskyldan skiptir máli. Eigum okkur öll mismarga góða/slæma daga, en alveg sama hvað við gerum getum við ekkert breytt því að þetta verða alltaf foreldrar manns, systkini eða ömmur&afar. Veit ekki hvar ég væri ef ekki væri fyrir mína foreldra.. Þrátt fyrir erfið tímabil sem eru nú sem betur fer grafin og gleymd.
En allavega, happy happy joy joy og allt það! Er íllt í maganum af þessum ís sem ég var að borða þannig að éger skriðin undir sæng ;)
æm áwt !<3
EvaKristín,, do whatever it takes in your heart to leave me behind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. ágúst 2006
:: Fjarlægur draumur fæðist.
Dagur 4
jájá Hemmi minn.. ekki búin að vera heima nema í einhverja 2 daga, þó manni finnist það vera heil vika í það minnsta!
Allavega var gærkvöldið hið fínasta! ... Sara litla hnátan mín kom í heimsókn og við gátum spjallað um margt og mikið =) Gott að hitta þig aftur snúllan mín, var búin að sakna þín alltof mikið;* Hún stakk síðan af uppúr miðnætti, en eftir það lá ég bara uppi í rúmi með þráðlausa lyklaborðið mitt og músina, og spilaði Bubbles langt fram á nótt, já og tókst að finna einhvern skemtilegan á Msn til að halda mér félagsskap.
[[ ég næ ekki andanum og þyngist við hverja öldu.
mér vantar kraftaverk því ég er að drukkna syndir.
ég reyni að komast um borð. ]]
Vaknaði síðan í morgun, eða já, í dag réttara sagt við það að kettlingurinn var kominn uppi rúm og sárvantaði smá athygli. Eftir það Er nákvæmlega ekkert búið að gerast, fyrir utan það að ég er búin að liggja hérna, já´síðan klukkan 2 í dag að leika mér í Bubbles.. Sem að verður að segjast er alltof ávanabindadi þrátt fyrir litla spennu! Er líka litblind held ég.. Veit aldrei hvort ég sé með græna eða bláa kúlu í skotlínunni!
Er núna að reyna dobbla Thelmu til að bjarga mér útúr húsinu... fer að fara vaxa eitthvað útúr mér ef ég kemst ekki út einn, tveir og bingó=||
En allavega, orð fá ekki lýst hversu mikið ég vildi að ég væri heima á Gullfossi akkúrat núna. Erum að tala um 13 daga í það ?
[[ brosandi
hendumst í hringi
höldumst í hendur
allur heimurinn óskýr
nema þú stendur ]]
Búja=)
Allavega, reyna eignast smá líf.. tjáúw;]
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 11. ágúst 2006
:: Þetta er ágætis byrjun.
dagur 3
jááw, grátlegt að hugsa til þess að þetta sé ekki nema dagur 3 af 42 í þessu flotta skjannahvíta gifsi mínu! :)
Allavega sagan af því hvernig ég brotnaði er löng og ekkert svo skemtileg,, þannig ég reyni að stytta þetta einsog ég get :P
[[ tala upphátt og ferðast inni í mér leita
ég leita af lífi um stund
ég stóð í stað
með von að vin ég vinn upp smá tíma
leita að ágætis byrjun
en verð að vonbrigðum ]]
Byrjum á því að Marcin pólverjinn sem er að vinna með mér á Gullfosskaffi átti 23ára afmæli þennan dag, þriðjudaginn 8.ágúst, og í tilefni af því var slegið upp einum allsherjar fagnaði þegar að allir voru búnir í vinnu! Flest okkar ekki búin að nein tækifæri til að gera eitthvað af viti í sumar, þannig að allir voru nú fegnir þessu. Sigurjón alveg að sýna flotta takta í eldhúsinu, riggaði kjúkling og lambalæri á mettíma! Allavega, uppúr 11pm voru allir orðnir aðeins of mikið útur kortinu og franski gaurinn hann Loic hafði ákveðið að skreppa í smá göngutúr til þess að láta renna af sér. Versta bara að hann lét engann vita svo allir stukku að leita að honum! En það endaði víst með því að ég var orðin týnd! Ég sem var í gúddí að tala í símann og leita að litla stráknum, þarna hjá fossinum eða já göngustígnum í átt að honum.. Datt eitthvað illa og sneri mig svo fáranlega á fyrstu 2 þrepunum að ég sneri við og labbaði lengri leiðina heim. Voru allir misáhyggjufullir þegar ég kom röltandi í góðu upp götuna á leiðinni heim,, og sýndu ánægjuna að hafa fundið mig á, já, mismunandi vegu :$;) Var smá bólgin en gat nú samt alveg labbað og allt þetta sama kvöld! Eyddi síðan einhvað 2 tímum í að sitja úti í Kaffihúsinu og reyna að kæla fótinn eitthvað.
Kom síðan í ljós daginn eftir þegar ég var dregin til læknis, að ég hafði brotið bein! Þannig mér var hent í gifs ((gips??)) og sagt að fara heim. Þannig að það bein sem ákvað að vera aumingji að brotna er akkúrat þetta þarna :: ->>
Alveg hefði ekki geta gerst á verri fokkin tíma .
[[ And with a sad heart I say bye to you and wave
Kicking shadows on the street for every mistake that I have made ]]
Gerði svolítið sem ég hefði aldrei búist við að ég mundir gera... Var stödd í Kringlunni og keypti mér ágætis byrjun með Sigur rós. Alveg ég sem stóð og bölvaði þeim í sand og ösku fyrir að vera spila þetta rugl.. Alveg bara,,, Þetta er beisikklí það eina sem er spilað eftir vinnu uppeftir og ég get svo svarið það þeir verða betri með hverju skiptinu. og Fyi þá er ég smá þannig að ákveða fyrir fram að eitthvað sé glatað, án þess að gefa því séns. Spurning að fara breyta því smápínu =)
í öðrum fréttum þá er ég flutt á neðri hæðina í bili !.. Þessi stigi er alveg pain með þessar hækjur.
Sit núna og er eiginlega bar að bíða eftir Söru minni sem ætlar að koma halda fatlafólinu félagsskap ;);* Date Movie, trúnóz og nammi hjá okkur í kvöld
[[ Your just another star that's burnt out too quickly.
But I still see you, shining.
I'm just another guy that's fucked up immensely, but you still love me.
Why I don't know! ]]
En allavega þá er þetta bara komið gott í bili, ætla reyna koma með daglegar kvartanir af því hversu erfitt það sé að vera ég ;) jamogjæja! .. allavega ..
Heyrumst!
Bloggar | Breytt 12.8.2006 kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 10. ágúst 2006
:: jéaá..
6 vikur í gifsi.. og ég þarf að þola þær á akranesi.. pjúra sálarmorð
ekki fokkin séns neitakk.
England í vetur? jáááw takk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 31. júlí 2006
:: Deep inside I wonder, did I lose my only?
Mússík:: Hoobastank - What Happened to us?
SkaPið:: ágææætt
jeeeaaa heima er best! Reyndar bara búin að vera í næstum vikufríi en var að koma heim fyrst í gær=o Skellti mér á ættarmót á fimtudagskvöldið, á alveg fokked up pleis sem er ekki símasamband eða neitt! Þannig þetta voru dagar tótalí einangruð með fjölskyldunni. Sem að törnaði bara át sem frekar skemtileg helgi :D fór á blindbleka fyllerí með frændfólkinu, alveg bara.. sátum og spiluðum á gítar til kl.7 um morguninn.. sátum allt í einu bara tvö þarna eftir og okkur áttum ekki margra kosta völ annað en að fara bara sofa eftir smá kakó og stroh
[[ We say to those who are in love
It can't be true 'cause we're too young
I know that's true because so long I was
So in love with you
So I thought ]]
Kostaði sitt þetta, þar sem ég var handónýt allan gærdaginn eftir þetta:/
og ja ég á enþá bágt með að halda mig við sama útlit á blogginu:)
En ættarmót já! hef frá ýmsu að segja! .. m.a. lentum í þvílíku dúndurveðri á föstudeginu, voru bara allir half-nekkid í sólinni og auðvitað þurfti ég að brenna þennan eina dag sem ég sé sólarljós í sumar! gosh.. jú og ég og Ægir littli frændi tókum þátt í Sandkastalakeppni og við rústuðum þessu algerlega! Unnum fyrsta sæti og fengum prins polo og toffee sleikjo! Þakka bara fyrir góða keppni krakkar, better luck next time! he he.
Sit og bíð eftir að m&p komi heim af þessu móti, búin að lofa mér pizzu! ætla síðan að reyna komast til reykjavíkur á eftir, alltof langt síðan maður hitti thelmu sína:/ <3 skella kæruleysi á þetta og taka enn einn frídag?:$
[[ we used to be so perfect, now we're lost and lonely
what happened to us?
and deep inside i wonder, did i lose my only? ]]
En ætla allavega að stökkva í sigo og fámér svo Alvöru pizzu. Galito rúlz!:P
-EvaKristín,,föst í sama leiknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. júlí 2006
:: Close your eyes, And I'll close mine.
Mússík:: Flyleaf - So I thought.
SkaPið:: soo 3 months ago..
[[ Sometimes I'm selfish fake
You're always a true friend
And I don't deserve you
'Cause I'm not there for you ]]
haarr, man ekki eftir Því að hafa verið vakandi svona lengi í alveg .. langann tíma. Er alveg minnst á því að sofna díjsús kræst, er búin að sitja í núna u.þ.b. 3 tíma að skoða texta og stara á msn-listann til skiptis.
Hvað er í gangi hélt að ég væri laus við þetta.
Kanski eitthvað skrítið að sakna vinnunar? Fer allavega aftur austur á laugardagsmorgun, verð í bænum á morgun. Ætla heilsa uppá Nönnu systir sem er svotil farlama, stórslösuð greyjið:)
Dagurinn í dag var annars bara stórfínn, viðurkenni það að þrátt fyrir svefnlitla nót var gaman að vakna ekki ein:)<3 svo bara wildness afmælisparty, fékk heavy gellubuxurz sem ég,, sé sjálfa mig ekki alveg fyrir mer í! Og heavy kjút púsluspil frá Særúnu<3 Friends forever:) Svo bara stungu allir af svo við óli horfðum á Walk the line ((sem að btw, ég fæ einfaldlega ekki leið á)) og fengum okkur pizzöh.
[[ Sometimes life seems too quiet
Into paralyzing silence
Like the moonless dark
Meant to make me strong ]]
Ætla samt að halda áfram að tala við einu manneskjuna á lífi og lesa texta.
Síðasta færsla í langann tíma.. svo byebye for now:)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 13. júlí 2006
:: Ég get allt ! Ég á afmæli í dag, og ég nenni ekki neeeiiinuu.
Mússík:: Josie and the Pussycats - Punk rock prom queen.
SkaPið:: eitur kát:P
[[ I feel safe with you
I can be myself tonight
It's alright with you
Cause you hold my secrets tight ]]
krweisi bara óska sjálfri mér til hamingu með afmælið! 17 ára haa og ekki með bílpróf suss.. lofa að fara byrja læra bráðum:D Svo krúsa ég á Land Cruisernum þangað til Sunny hræið mitt kemur í haust
Þýska vinkona mín hún Jana, X-roomateinn minn, keypti sér bíl til að hafa á meðan hún er á landinu. Skitbilligt svo ætlar hún að selja mér hann enþá ódýrara. Það er Ágjætt, hvít sjálfskipt pís of sjitt drusla, fínt til að keyra uppá hauga
Allavega, þið sem að reynduð að hringja fyrir kl.12 í morgun... voða bjartsýn að ég af öllum mundi nenna hlaupa fram og svara í símann! Takka öllum sem eru búin að syngja fyrir mig og senda mér hamingjuóski, elskykkur öll;*
[[ Move on, move on there's no doubt
I'm all wrong, you're right
It's all the same with you
I'm too thin, too fat
You ask why ]]
Svaf bara ekki neitt í nótt:/ .. Var svo fáranlega heitt svo var alltaf verið að rífa af mér sængina og taka svona ALLT rúmið! á nú ekkert lítið rúm sko... :D Fékk líka svo vonda drauma að ég vaknaði bara með tárin í svitabaði! veit samt uppá hár hvað ég vill núna:]
Annars ekkert í fréttum nema það! .. Jú og fór á Click í gær, með óla, söru og arnari! geðveik mynd, hló einsog vitleysingur og var ættulega nálægt því að fella nokkur tár þarna í endann.. Elska svona happy endings.
já fékk mer buxur í gær.. Levi's, orðin leið á að vera einhver barbíz. Lita mig dökkhærða aftur og bara go kreisi.
En, ætla láta einsog ég eigi afmæli og gera eitthvað gaman.
-EvaKristín,, don't really care about the things that they say.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 12. júlí 2006
:: Here I am alive at last, And I'll savor every moment of this.
Mússík:: The Used - The taste of ink.
SkaPið:: Hress og öll að koma til :D
[[ Is it worth it can you even hear me
Standing with your spotlight on me
Not enough to feed the hungry
I'm tired and I felt it for awhile now ]]
éég hef alltof lítið að gera.
Allavega! Er alveg að batna, fór til læknis og hann sagði að þetta væri líklegast bara útaf pensilíninu sem að ég væri svona slöpp. Borga 350 kall fyrir að láta segja mér það, og láta káfa á bakinu á mér og eitthvað að hlusta á líffærin í mér. Hefði alveg geta keypt mér góðann nammipoka fyrir það.
Ætlaði að vakna geðveikt snemma í morgun. Það klikkaði svo ég skreið á fætur kl.11:20 og fór í sturtu og svona. Fór síðan niður í bæ með Söru í smá shopping, hún keypti sér skó og það sem ég hafði uppúr þessu var Hello Kitty nærbuxurz :D 50% afsláttur í Ozone,, væri ágætt ef mér finndist eitthvað varið í fötin sem að eru þarna ! Skelli mér í Levi's og Smash einhverntímann... bráðum.
Svo er planið í kvöld að skreppa bara suður til reykjavíkur! Draga Söru og Arnar með í bíó og útað borða og stuff. kreiisi og hitta óla minn:):* Svo bara ammæli á morgun, búin að segja mömmu hvernig köku ég vill HEHE :D
[[ At last it's finally over
Couldn't take this town much longer
Being half dead wasn't what I planned to be
Now I'm ready to be free ]]
jeeaa, allt að verða vitlaust hérna í Ættarmóts undirbúning. Manni er hent úr tölvunni til að geta starað á sömu myndina í 25 mínútur.. þúst wtF? Hún breytist ekkert sama hversu lengi þú starir!
En má eiginlega ekki vera að þessu, ætla draga mömmu útí búð að finna handa mér afmælisgjöf Fer svo að styttast í að ég byrji að læra fyrir bílprófið... ;)
[[ And I'll take your hand and pick you up
And keep you there so you can see it
As long as you're alive and care
I promise I will take you there ]]
æm áwt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. júlí 2006
:: It's a lie. A kiss with open eyes.
Mússík:: Jimmy Eat World - Pain
SkaPið:: veik,, en í góðu skapi :)
[[ Anyone can see my every flaw.
It isn't hard.
Anyone can say they're above this all.
It takes my pain away. ]]
jis, írskir dagar að líða að lokum. Það er ÁGÆTT þetter ekkert nema ein af alltof mörgum afsökunum til að fara á blindafyllerí með meiru:) .. neibb ég fór ekki á Lopapeysuna. Endaði á Indriðastöðum í brúðkaupi hjá einhverjum sem ég þekkti ekki neitt, að hjálpa til við að bera fram mat og stuff með Thelmu. En shiit hvað þetta alveg fór með mig, er alveg þreyttari en andskotinn í líkamanum og svimar alveg meira en vanalega.
Þarf að fara íhuga að gera einsog pabbi segir mér að gera?...
....nee
Tókum vídjó og sofnuðum áður en hún var hálfnuð:] Vaknaði eldsnemma! eða kl.11, fengum okkur að borða og fórum út. ((nei ég er ekkert veik.))
[[ I never thought I'd walk away from you.
I did.
But it's a false sense of accomplishment.
Every time I quit ]]
Bára ef þú lest þetta, drullastu til að borga sektina sem er á einni myndinni sem þú fékkst lánað á mínu nafni og SKILAÐI ekki!! fokkin idjót :D:*
svo er HM í Beinni í opinni dagskrá á sýn í kvöld. shii, venjulega er ég ekkert alltof spennt yfir þessu, en ég varla held vatni og tel mínúturnar í að klukkan verði 6 Það er ekkert nema fótbolti alla daga í vinnunni svo hvort sem maður er í pásu eða áð borða kvöldmat, er kveikt á sýn! Svo maður varla missir af leik :]] Allavega! Ég og pabbi ((bæði drulluslöpp og kvefuð)) að grilla og svo horfa á Ítalía - Frakkland í sólinni.
een má ekki vera að þessu, Amma er komin í heimsókn.
p.s. :: Hitti Rúnar í brúðkaupinu! long time no see.. ;);* Blindfullur í vinnufötunum! og Ítalía vann, mér og mörgum til mikillar ánægju! ... Zidane tapaði alveg kúlinu. Glæstur endir á ferli, RAUTT spjald friggin idjót.
-EvaKristín,, a fucking waste of my time is all that you've become.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)