Föstudagur, 11. ágúst 2006
:: Þetta er ágætis byrjun.
dagur 3
jááw, grátlegt að hugsa til þess að þetta sé ekki nema dagur 3 af 42 í þessu flotta skjannahvíta gifsi mínu! :)
Allavega sagan af því hvernig ég brotnaði er löng og ekkert svo skemtileg,, þannig ég reyni að stytta þetta einsog ég get :P
[[ tala upphátt og ferðast inni í mér leita
ég leita af lífi um stund
ég stóð í stað
með von að vin ég vinn upp smá tíma
leita að ágætis byrjun
en verð að vonbrigðum ]]
Byrjum á því að Marcin pólverjinn sem er að vinna með mér á Gullfosskaffi átti 23ára afmæli þennan dag, þriðjudaginn 8.ágúst, og í tilefni af því var slegið upp einum allsherjar fagnaði þegar að allir voru búnir í vinnu! Flest okkar ekki búin að nein tækifæri til að gera eitthvað af viti í sumar, þannig að allir voru nú fegnir þessu. Sigurjón alveg að sýna flotta takta í eldhúsinu, riggaði kjúkling og lambalæri á mettíma! Allavega, uppúr 11pm voru allir orðnir aðeins of mikið útur kortinu og franski gaurinn hann Loic hafði ákveðið að skreppa í smá göngutúr til þess að láta renna af sér. Versta bara að hann lét engann vita svo allir stukku að leita að honum! En það endaði víst með því að ég var orðin týnd! Ég sem var í gúddí að tala í símann og leita að litla stráknum, þarna hjá fossinum eða já göngustígnum í átt að honum.. Datt eitthvað illa og sneri mig svo fáranlega á fyrstu 2 þrepunum að ég sneri við og labbaði lengri leiðina heim. Voru allir misáhyggjufullir þegar ég kom röltandi í góðu upp götuna á leiðinni heim,, og sýndu ánægjuna að hafa fundið mig á, já, mismunandi vegu :$;) Var smá bólgin en gat nú samt alveg labbað og allt þetta sama kvöld! Eyddi síðan einhvað 2 tímum í að sitja úti í Kaffihúsinu og reyna að kæla fótinn eitthvað.
Kom síðan í ljós daginn eftir þegar ég var dregin til læknis, að ég hafði brotið bein! Þannig mér var hent í gifs ((gips??)) og sagt að fara heim. Þannig að það bein sem ákvað að vera aumingji að brotna er akkúrat þetta þarna :: ->>
Alveg hefði ekki geta gerst á verri fokkin tíma .
[[ And with a sad heart I say bye to you and wave
Kicking shadows on the street for every mistake that I have made ]]
Gerði svolítið sem ég hefði aldrei búist við að ég mundir gera... Var stödd í Kringlunni og keypti mér ágætis byrjun með Sigur rós. Alveg ég sem stóð og bölvaði þeim í sand og ösku fyrir að vera spila þetta rugl.. Alveg bara,,, Þetta er beisikklí það eina sem er spilað eftir vinnu uppeftir og ég get svo svarið það þeir verða betri með hverju skiptinu. og Fyi þá er ég smá þannig að ákveða fyrir fram að eitthvað sé glatað, án þess að gefa því séns. Spurning að fara breyta því smápínu =)
í öðrum fréttum þá er ég flutt á neðri hæðina í bili !.. Þessi stigi er alveg pain með þessar hækjur.
Sit núna og er eiginlega bar að bíða eftir Söru minni sem ætlar að koma halda fatlafólinu félagsskap ;);* Date Movie, trúnóz og nammi hjá okkur í kvöld
[[ Your just another star that's burnt out too quickly.
But I still see you, shining.
I'm just another guy that's fucked up immensely, but you still love me.
Why I don't know! ]]
En allavega þá er þetta bara komið gott í bili, ætla reyna koma með daglegar kvartanir af því hversu erfitt það sé að vera ég ;) jamogjæja! .. allavega ..
Heyrumst!
Athugasemdir
æh litla krútt ;)
samt snilld að þú sert að fara að vera a skaganum í eh daga allavega ;* luw u 2 much <3
Thelma Ýr Gylfadóttir (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.