:: Try to comprehend that which you'll never comprehend.

whazzaaa..

Jéáw komin heim frá noregi. Lenti á íslandi kl.11 þar sem að pabbi beið eftir okkur á flugvellinum, átti erfitt með að brosa ekki þegar ég sá hann standa þarna. pabbastelpa já.. og stolt af því^^,  Allavega lentum síðan í því að þurfa keyra Hvalfjörðinn útaf einhverjum hestavagni sem valt í göngunum. Fannst alveg alltof gott að koma heim! íslenzkt kók og kvöldmatur á eðlilegum tíma. Fólk fær sér kvöldmat þarna úti alveg í síðasta lagi kl. 5 ! biilun svo allir sofnaðir uppúr 10-hálf11.

Allavega, Ísland er bezt í heimi.

Tók mig svo til og pantaði tíma í ljós og litun þegar ég vaknaði hálf 11.Ullandi Þannig aðég vill meina að ég sé ekki lengur alveg skjannahvít og það að ég er orðin Dökkhærð aftur!Þögull sem gröfin alveg allt önnur eva ^^, Þarf núna að venjast því að sjá aftur eh dökkhært kvikindi í speglinum. Var nýbúin að venjast ljóskunni=) Allavega langt síðan ég sá mömmu jafn ánægða! Hún alveg starði á mig brosandi "Eva mín er komin aftur". Hun sem alveg þoldi ekki ljósu strípurnar á barninu sínu.

þetter ágætt alveg:P

Af hverju eru allir með bíl fyrir framan msn-nafnið sitt? er það orðið kúl núna?

Svo frétti ég að bensín verðið sé búið að snarlækka síðan ég var hérna síðast? sheez fer héðan í rétt rúmlega viku og allt fer bara í rugl! 

Var að skoða bílinn minn áðan. eða já, þann sem verður bráðum minn! Heavy kjút Opel AstraSaklaus Er jú að fara taka verklega bílprófið núna á föstudaginn. Og ég er alveg ekki búin að keyra beinskiptann síðan einhverntímann um jólin. Þetta verður eitthvað skrautlegt held éég.

Nenni annars engann veginn að blogga um Bamble ferðina - gerðum svo asskoti mikið og ég er búin að segja asskoti oft hvað það var sem við gerðum, þannig ég nenni ekki meiru. tekur alveg á taugarnar að fara yfir þessa ferð í huganum aftur og aftur!;)

Bára mín er annars komin með bílprófið.... jesús Kristur. Neini hún er ollræt dræver sýnist mér!:* veit samt ekki hversu safe göturnar verða þegar við erum báðar komnar á rúntinn ;) Sit hérna núna og bíð bara eftir að hún komi heim úr vinnunni. Kúra með henni í nótt og svo tek ég bara strætó í bæjinn uppúr hádegi á morgun og fer að hitta uppáhaldzin mín:D:* Thelma pikkar stelpuna upp ((já þú skalt!)) í mosó:D svo bara kjútís og eh meira:P

Síðan er það bara kaupa bíl og taka bílpróf og fara síðan aftur að vinna! Fæ alltaf svo fáranlega mikið samviskubit ef ég er meira en 3 daga frá vinnu :/

[[ Avalanche is sullen and too thin
She starves herself to rid herself of sin
And the kick is so divine when she sees bones beneath her skin
]]

Annars er ég farin í sturtu og svona..

tjáw!..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

settu ( au ) fyrir framan nafnið þitt til að minnast allra sem dáið hafa í bílslysum á árinu. Sendu þetta til allra sem eru Online eða Away á msn inu þínu

Þetta er bíladæmi á msn ;)

Dísa (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 16:40

2 identicon

uss, beinskiptir eru ekkert mál, langskemmtilegast ;)

bjarki g (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 20:22

3 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Já ég sótti þig drusla ;)

Var eimmitt að velta þessu bíla dæmi fyrir mér ... kannski maður skelli einum netum bíl fyrir framan hjá sér:)

Okai bleikt og blátt + slef hljóðið þitt var krúttlegt ;) gott að sjá þig með dökkahárið aftur og uppáhldinu (í kk) þínu ;*

Ólafur N. Sigurðsson, 20.9.2006 kl. 16:05

4 identicon

og þetta átti að koma frá mér enn ekki níls;)

Thelma Ýr Gylfadóttir (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 16:07

5 identicon

heh ,, var alveg best að sjá þig aftur:*

váá hvað ég fattaði hvað eg er buin að sakna þín..

Gott að þú ert komin hon,, brunettes are the best!<33

Bára (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband